Raiko ísbrjóturinn bætir umferðar öryggi
Raiko ísbrjóturinn er mjög skilvirkt tæki í viðhaldsvinnu á vegum. Skilvirkni tækisins fellst í sveigjanlegum og frjálsum snúningi gaddarúllu kerfis. Gaddarúllurnar brjóta upp hörð og samþjöppuð ísalög á vegum og bæta veggrip og öryggi þeirra án þess að skemma veginn. Raiko ísbrjóturinn með snjóplógi getur losað um þéttan og harðan ís í einni ferð, sem kemur í veg fyrir umferðarteppu. Á sumrin getur tækið verið notað í viðhald á malarvegum og við lagfæringar á vegum vegna frostskemmda ertir veturinn.
Minna ryk og umhverfis mengun.
Vegi sem haldið er við með Raiko ísbrjótnum þarf ekki lengur að sanda. Á vorin er enginn sandur sem þarf að þrífa upp af veginum, sem minnkar ryk og umhverfis skemmdir. Einnig kemur það í veg fyrir mikla vatnssöfnun á vorin þegar ísinn bráðnar.
Skilvirkur og hljóðlátur.
Raiko ísbrjóturinn er öruggur og nánast hljóðlaus vegna einstakrar hönnunar. Hann hefur fengið verðlaunir fyrir vinnusýningar frá Winter Road Congress í Finnlandi fyrir hve skilvirkur hann er í að fjarlægja samþjöppuð ísalög.
Lítill rekstrarkostnaður.
Tækið getur verið fest á vörubíl, traktor, fjölnota dráttarvélar eða hjólaskóflu. Rekstrarkostnaðurinn á Raiko tækjum er mjög lítill miðað við önnur úrræði. Skilvirkni ísbrjótsins miðað við rekstrarkostnað gerir Raiko ósigrandi í samkeppni við viðhald annara tækja.
Raiko K fyrir vörubíla
Raiko K er hægt að nota með fylgihlutum fyrir vörubíla, eins og t.d. snjóplóg undir vörubílnum, sem gefur möguleika á frábærum árangri í einni ferð. Kosturinn við að nota vörubíl er sá að hægt er að komast að staðnum sem þarfnast viðhalds fljótt svo að vinnan byrji sem fyrst. Þetta sparar tíma og pening. Þetta tæki er einnig þekkt fyrir góðan árangur í viðhaldi malarvega.
Raiko P fyrir hjólaskóflur
Raiko P er útbúinn með snjóplóg fyrir aftan ísbrjótinn, og er ætlaður hjólaskóflum sem ýtir ísbrjótnum á undan sér. Tækinu er stjórnað með því að nota stjórntæki hjólaskóflurnar. Hjólaskóflur eru mjög hentugur í að fjarlæga harðþjappaðan ís af vegum, görðum, gólfvöllum, túnum og þar sem lítil umferð er.
Raiko T fyrir traktora og veghefla
Raiko T ísbrjótar eru notaðir að framanverðu á traktorum og vegheflum, og er hægt að halla ísbrjótnum (tilt cylinder). Þessi búnaður eykur notagildi ísbrjótsins fyrir gólfvelli, íþróttavelli, tún, gangstéttir og gönguleiðir. Það bætir hagkvæmni hans.
Sjón eru sögu ríkari:
https://www.youtube.com/watch?v=g69Sek1Jt5A
https://www.youtube.com/watch?v=pSrXwk_8wSM
https://www.youtube.com/watch?v=eYsIvP9SmJc
https://www.youtube.com/watch?v=brjGm1X5I98
https://www.youtube.com/watch?v=J1Ud-i1pUw8
https://www.youtube.com/watch?v=AX6e0vbXejA
https://www.youtube.com/watch?v=1ITTuSZh_rM
Sjá fréttaflutning:
http://www.alaskapublic.org/2013/12/10/crews-testing-new-road-ice-breaker/
http://www.newsminer.com/news/local_news/icebreaker-plow-design-earns-high-praise/article_d79331b6-617a-11e3-a01c-001a4bcf6878.html
http://www.bbc.co.uk/news/uk-scotland-19740031
http://news.stv.tv/scotland/192135-scandinavian-style-ice-breakers-to-be-used-on-scotlands-road/